59. Tumaganga meš skošanakönnunum

           

            Ķ dag birta ķslenskir fjölmišlar tvęr skošanakannanir žar sem Framsókn fęr 14,6% atkvęša ķ annarri og 8,6% atkvęša ķ hinni. Munurinn er svo mikill aš ekki er aš undra žó aš mašur lįti sér detta ķ hug aš einhverjir megingallar hljóti aš vera į verklagi og ašferšum viš ašra hvora žessara kannana. Śrtak Félagsvķsindastofnunar er tvisvar sinnum stęrra en śrtak Capacent Gallup og gerir žvķ nišurstöšu Félagsvķsindastofnunar trśveršugri ķ augum leik­manns. En sérfręšingar segja mér aš stęrš śrtaks, ef śrtak fullnęgir tilteknum lįgmarks­skilyršum, žurfi ekki aš vera trygging fyrir aš nišurstaša könnunar endurspegli betur raun­veruleg višhorf. En nišurstaša Félagsvķsindastofnunar er vissulega ķ meira sam­ręmi viš nišurstöšur skošanakannana aš undanförnu en nišurstaša Capacent Gallup sem kom held ég öllum į óvart.

            Annars er žaš oršiš hvimleitt ķ ašdraganda kosninga hvaš mikiš er bollalagt um skošanakannanir og miklu pśšri og mannviti eytt ķ aš tala um kannanir og nišurstöšur žeirra. Ég veit ekki hvort frambjóšendur taka eitthvert miš af žessum könnunum. Mér žykir žó lķklegt aš žęr hafi einhver įhrif į žį suma og rįši einhverju um hvernig barįttunni er hagaš. Ég er hins vegar ekki ķ nokkrum vafa um aš skošanakannanir hafa įhrif į allmarga kjósendur, einkum meš žeim hętti aš stjórnmįlaflokkur, sem męlist hvaš eftir annaš undir lįgmarks­fylgi til žingsetu, nįi ekki aš laša til sķn fleiri kjósendur. Fólk sé hik­andi aš ljį slķkum flokki stušning meš atkvęši sķnu sem skošana­kannanir stimpla „ónżtt". Skošana­kannanir geta žvķ oršiš nżju framboši eins og Ķs­landshreyfingunni fjötur um fót. Eins getur višvarandi afleitur įrangur samkvęmt skošanakönnunum hjį virku hagsmunaafli eins og Framsóknarflokknum oršiš til žess aš lagt sé meira ofurkapp į en ella vęri aš safna saman ķ samśšar- og hagsmunafylgi sķšustu sólarhringa fyrir kosningar. Framsóknarmenn hafa išulega stęrt sig af žvķ aš koma įvallt betur śt ķ kosn­ingum en ķ skošanakönnunum. Skżringin į žvķ er örugglega ekki višhorfs­breyting į mešal kjósenda frį žvķ aš žeir sįu sķšustu skošanakönnun og žar til žeir gengu inn ķ kjörklefann.     

            Margir bregšast ókvęša viš žegar impraš er į žvķ aš banna skošana­kannanir ķ 10 daga eša viku fyrir kosningar - eins og vķša mun gert. Ég hallast samt aš žvķ aš vęri rétt aš stķga žetta skref og lįta kjósendur og frambjóšendur eina um hituna į lokasprettinum og gefa reiknimeisturum og atkvęšasmölum frķ fram į sjįlfan kosningadaginn.

 

      

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Tumagöngur

Tumi sżndi mér žann vinįttuvott į hverju kvöldi ķ 15 įr aš fallast į aš ég fengi aš fara śt meš honum aš ganga. Hann dró mig į eftir sér ķ ól og beiš ęvinlega rólegur ef ég žvęldist frį honum eša villtist. Hann tók žvķ einnig meš jafnašargeši žegar ég ręddi viš hann um hvašeina sem lį mér į hjarta ķ žessum gönguferšum og įtti žaš stundum til aš rjśfa einręšu mķna meš skarplegum athugasemdum. Nś er Tumi allur. Hann hefur hvķlt ķ tvö og hįlft įr undir björkum ķ Marteinsseli. Ég fer samt enn ķ Tumagöngu į hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphįtt viš sjįlfan mig og Tumi skżtur inn einu og einu orši. Ég finn hvernig hann togar ķ mig ķ ólinni į eftir sér. Ég žykist vita hvert viš erum bįšir aš fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband