61. Tumaganga eftir stjórnarmyndun og stefnuskrá

 

 

 

            Jæja, Tumi minn, langar þig ekki til að vita hvernig mér líst á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar?

            Nei, í guðs bænum, ekki þú líka. Það skiptir ekki nokkurn mann nokkru máli hvað þér finnst um stefnuskrána.

            Ég má þó alla vega segja þér hvað mér finnst um ráðherrana.

            Gerðu það fyrir mig, slepptu því. Ég fæ bólur. Í dag er ég búinn að heyra eða lesa skoðanir hátt á annað hundrað manna um nýju ráðherrana. Auðsýn miskunn!

            Ég hlýt að mega segja þér hvað mér finnst svona almennt um nýju ríkistjórnina sem Guðfinna situr ekki í þó að hún sé með tuttugu ára reynslu af stjórnunarstörfum?

            Þú mátt láta þér finnast hvað sem er svona almennt um þessa nýju ríkisstjórn. Ég hef engan áhuga á að fá að vita það og ég þekki enga Guðfinnu. Er það konan sem afgreiðir þig með hundamatinn í Bónus?

            En ég hef mjög skynsamlega skoðun á því hvaða stjórnmálamenn glopruðu niður tækifærinu með því að gera afdrifa­ríkustu mistökin í kjölfar alþingiskosning­anna. Viltu ekki fá að heyra hana? Þetta er alveg útpæld skoðun. Ekki verri en skoðanir allra hinna. Ég lít svo á að Steingrímur......

            Tumi setti upp flónskulegan spurnarsvip.

            Hvaða Steingrímur? Og eftir hvaða alþingiskosningar?

            Þú ert þó ekki að gera lítið úr þessum tímamótum í íslenskum stjórnmálum? Geir er búinn að fá fyrstu ágætiseinkunn hjá Guðfinnu og greiningar­deildum bankanna og Ingibjörg er að fá límúsínu hjá utan­ríkisráðuneytinu.

            Æi, stundi Tumi, lagðist fram á lappir sínar í grasinu við Kópa­vogslækinn og lygndi aftur augunum.

            Þá áttaði ég mig á að hann er hundur sem hefur lifað tímana tvenna og að ég má ekki draga það lengur að stinga upp kartöflugarðinn.

 

 

                       

           

           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tumagöngur

Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband