65. Tumaganga í stækkaðri Leifsstöð

Fékk að kynnast stækkaðri Leifsstöð í síðustu viku og aftur nú á mánudagsmorgun. Það má teljast arkítektúrískt afrek hvað mönnum hefur tekist að breyta hlýlegri og aðlaðandi flugstöð í kuldalegt, fráhrindandi og ljótt gímald. Það er engu líkara en komið sé inn í stórt flugskýli sem reynt hefur verið að fríkka uppá með járnteinum og steini í gráum, svörtum og dökkryðrauðum lit. Skipulagið hefur greinilega verið mótað með þarfir kaupmanna og versl­unareigenda í huga. Flugfarþegum er nú smalað saman í miðjunni á þessu gímaldi þar sem birtan er eins og í loftvarnar­byrgi. Ys og þys og hávaði allt um kring. Í horni einhvers staðar er bar sem hefur yfirbragð yfirheyrsluherbergis í höfuðstöðvum Stasi í Berlín; þar er allt svo grátt og svart að í fyrstu hélt ég að ég hefði misst allt lita­skyn. Svo reyndist þó ekki vera. Bjórinn í glasinu mínu var gullinn. Það var eiginlega eini hlýlegi liturinn í allri hinni stækkuðu flugstöð. Hvað hefur mönnum gengið til? Áður voru hlýlegir viðarlitir og hlýleg birta auðkenni í Leifsstöð. Nú er köld birta og gráir og svartir litir allt um kring. Lókalið þar sem maður fer í gegnum svokallað öryggisskoðun minnir á móttökuherbergi fyrir nýja lestarfarma af gyðingum í Auschwitz. - Í ofanálag er svo orðið til lítils að ætla sér að versla í þessari fríhöfn nema ef á að kaupa snyrtivörur og áfengi. Hverjum datt í hug að láta lágvöruverðsstórmarkað með raftæki fá einokunaraðstöðu í Leifsstöð? Hverjum datt í hug að yrði til bóta að láta einokunarrisa með CD, DVD og allt af þeim toga fá einokun líka inni í Leifsstöð? Trúir nokkur Ís­lendingur því að borgi sig að kaupa vörur af þessum aðilum í Leifs­stöð? - Nei, þá er Gardermoen hjá Osló þekki­legri og hlýlegri staður að dveljast á en ný Leifsstöð eftir stækkun og afskræmingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki getað orðað þetta betur,algjörlega sammála!!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.9.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tumagöngur

Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband