25.1.2007 | 20:56
28. Tumaganga međ Frjálslyndum og fleiri fýlupokum
Fyrir rétt rúmum hundrađ árum tókst mönnum í landsmálapólitík á Íslandi ađ skipta sér niđur í fylkingar međ svo flóknum hćtti ađ í sögutímum í skóla tókst manni hreint alls ekki ađ botna í hvađa skođanaágreiningur varđ til ţess ađ menn röđuđu sér ţannig niđur í andstćđar liđssveitir. Höfundar kennslubóka virtust ekki botna neitt mikiđ í ţessu heldur og afgreiddu máliđ gjarnan međ ţví ađ segja ađ menn hefđu haldiđ áfram sjálfstćđisbaráttunni og greint nokkuđ á um markmiđ og leiđir en á endanum hafi danska stjórnin bođiđ Íslendingum ađ.... Ţađ var eiginlega ekki fyrr en á ofanverđri síđustu öld ađ sagnfrćđingar og ađrir rýnendur í íslenskt samfélag um aldamótin 1900 fóru ađ upplýsa okkur um ađ í reynd áttu myndun fylkinga og klíkuskiptingin sér rćtur fyrst og fremst í valdabaráttu og prívatstyrjöldum á milli einstakra manna. Eiginlega voru allir sammála um fyrir hverju ćtti ađ berjast, ţ.e. sjálfstjórn Íslendinga, og blćbrigđi viđ ţessa meginstefnu voru mótuđ og sett fram í ţví skyni einvörđungu, ađ ţví er virđist, ađ réttlćta ţá stöđu ađ Jón gat ekki ţolađ Pál og veriđ međ honum í sama flokki og Páll gat ekki til ţess hugsađ ađ Jón, sem hann ţoldi ekki heldur, nćđi meiri völdum en hann á ţingi o.s.frv. Illdeilur og rígur á milli manna og klikkanna, sem ţeir voru í forsvari fyrir, áttu ţannig sinn ţátt í hversu Íslendingum ţokađi seint áfram í átt til sjálfstjórnar og fullveldis.
Ţeir sem hafa grúskađ eitthvađ sér til fróđleiks í mannkynssögu - og ţá sérstaklega stjórnmálasögu - verđa svo sem ekkert hlessa á ađ ţannig hafi málum veriđ háttađ á Íslandi í lok 19. og í upphafi 20. aldar. Hinn persónulegi ţáttur í stjórnmála- og valdabaráttu hefur ćvinlega ráđiđ miklu um atburđarásina og stundum meiru en allar stjórnmálakenningar samanlagđar. Og enn er ţetta svo. Frjálslyndi flokkurinn varđ til vegna ţess ađ einhverjir ţoldu ekki einhverja ađra og nú hriktir í máttarstođum ţessa litla stjórnmálaflokks vegna ţess ađ einhverjir ţola ekki einhverja ađra og ţessir einhverjir ađrir ţola ekki ţessa einhverja sem ţola ekki ţá. Átökin hjá Frjálslyndum og í öllum öđrum stjórnmálaflokkum endurspegla ţá grundvallarkenningu", sem ég hef sett fram viđ minn lćrisvein, Tuma, ađ oftar en ekki eigi stjórnmálaţróun sér upptök í ađ menn séu annađ hvort ađ komast í feitt eđa ađ menn séu farnir í fýlu hver út í annan. Ýmislegt er ţannin á seyđi í kastala Sjálfstćđisflokksins hjá Inverness. Ólígarkar takast á viđ upprunategundir í Framsókn. Samfylking ferđast um í hjólastól, hálflömuđ af innri togstreitu, og ţyrfti ađ komast í nýja afeitrunarfótabađiđ sem búiđ er ađ kynna svo rćkilega í Kastljósi. Ţó ađ enginn komist svo upp međ ţađ, ţrátt fyrir fýlusvipinn á ţingmönnum flokksins, ađ fara í fýlu í Vinstri-grćnum nema Steingrímur Sigfússon er ţess ađ gćta ađ Vinstri-grćnir urđu til - eins og Frjálslyndir - vegna ţess ađ einhver ţoldi ekki einhvern sem ţoldi ekki ţennan einhvern sem ţoldi ekki hann. Viđ megum líka horfa upp á fallkandídata í prófkjörum sem fara í fýlu og virđast eiga jafnauđvelt međ ađ skipta um stjórnmálasannfćringu og nćrbrćkur. Og nú eru aldrađir og öryrkjar farnir í fýlu hverjir út í ađra og ađ auki innbyrđis hvor fylking; hlýtur ţađ ađ teljast nýtt Íslandsmet í fýluköstum og stjórnmálaklofningi af ţeim sökum ađ landsmálasamtök, sem ćtla ađ bjóđa til alţingiskosninga, skuli klofna áđur en ţau eru stofnuđ.
Ţađ getur skemmt ýmsum ađ fylgjast međ framvindu fýlukastanna og slagsmálum út af völdum, virđingu og valútu, en ţetta fjargviđri verđur á endanum til bölvunar fyrir kjósendur og alla landsmenn og gagnast engum nema hugsanlega ţeim sem ná yfirhönd í átökunum. Hinn persónulegi ţáttur hefur mikiđ vćgi í stjórnmálum en íslenskir kjósendur eiga heimtingu á í ađdraganda alţingiskosninga ađ stjórnmálamenn muni eftir ţví ađ stjórnmál eiga líka ađ snúast um grundvallarstefnu. Baráttumenn eldri borgara og öryrkja mćttu muna eftir ţví líka og brýna fólk til dáđa, hvern í sínum stjórnmálaflokki, í stađ ţess ađ sólunda atkvćđum fólks sem má ekki viđ ţví ađ ţau fari í súginn.
Um bloggiđ
Tumagöngur
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.