28. Tumaganga međ Frjálslyndum og fleiri fýlupokum

 

            Fyrir rétt rúmum hundrađ árum tókst mönnum í landsmálapólitík á Íslandi ađ skipta sér niđur í fylkingar međ svo flóknum hćtti ađ í sögutímum í skóla tókst manni hreint alls ekki ađ botna í hvađa skođanaágreiningur varđ til ţess ađ menn röđuđu sér ţannig niđur í andstćđar liđssveitir. Höfundar kennslu­bóka virtust ekki botna neitt mikiđ í ţessu heldur og afgreiddu máliđ gjarnan međ ţví ađ segja ađ menn hefđu haldiđ áfram sjálfstćđisbaráttunni og greint nokkuđ á um markmiđ og leiđir en á endanum hafi danska stjórnin bođiđ Íslend­ingum ađ.... Ţađ var eiginlega ekki fyrr en á ofanverđri síđustu öld ađ sagnfrćđingar og ađrir rýnendur í íslenskt samfélag um aldamótin 1900 fóru ađ upplýsa okkur um ađ í reynd áttu myndun fylkinga og klíkuskiptingin sér rćtur fyrst og fremst í valdabaráttu og prívatstyrj­öldum á milli einstakra manna. Eiginlega voru allir sammála um fyrir hverju ćtti ađ berjast, ţ.e. sjálfstjórn Ís­lendinga, og blćbrigđi viđ ţessa meginstefnu voru mótuđ og sett fram í ţví skyni einvörđungu, ađ ţví er virđist, ađ réttlćta ţá stöđu ađ Jón gat ekki ţolađ Pál og veriđ međ honum í sama flokki og Páll gat ekki til ţess hugsađ ađ Jón, sem hann ţoldi ekki heldur,  nćđi meiri völdum en hann á ţingi o.s.frv. Illdeilur og rígur á milli manna og klikkanna, sem ţeir voru í forsvari fyrir, áttu ţannig sinn ţátt í hversu Íslendingum ţokađi seint áfram í átt til sjálfstjórnar og full­veldis.
            Ţeir sem hafa grúskađ eitthvađ sér til fróđleiks í mannkynssögu - og ţá sérstaklega stjórnmálasögu - verđa svo sem ekkert hlessa á ađ ţannig hafi málum veriđ háttađ á Íslandi í lok 19. og í upphafi 20. aldar. Hinn persónulegi ţáttur í stjórnmála- og valdabaráttu hefur ćvinlega ráđiđ miklu um atburđarás­ina og stundum meiru en allar stjórnmálakenningar samanlagđar. Og enn er ţetta svo. Frjálslyndi flokkurinn varđ til vegna ţess ađ einhverjir ţoldu ekki ein­hverja ađra og nú hriktir í máttarstođum ţessa litla stjórnmálaflokks vegna ţess ađ einhverjir ţola ekki einhverja ađra og ţessir einhverjir ađrir ţola ekki ţessa einhverja sem ţola ekki ţá. Átökin hjá Frjálslyndum og í öllum öđrum stjórn­mála­flokkum endurspegla ţá „grundvallarkenningu", sem ég hef sett fram viđ minn lćrisvein, Tuma, ađ oftar en ekki eigi stjórnmálaţróun sér upptök í ađ menn séu annađ hvort ađ komast í feitt eđa ađ menn séu farnir í fýlu hver út í annan. Ýmis­legt er ţannin á seyđi í kastala Sjálf­stćđisflokksins hjá Inverness. Ólígarkar takast á viđ upprunateg­undir í Fram­sókn. Samfylking ferđast um í hjólastól, hálflömuđ af innri tog­streitu, og ţyrfti ađ komast í nýja afeitrunarfótabađiđ sem búiđ er ađ kynna svo rćkilega í Kastljósi. Ţó ađ enginn komist svo upp međ ţađ, ţrátt fyrir fýlusvipinn á ţing­mönnum flokksins, ađ fara í fýlu í Vinstri-grćnum nema Steingrímur Sigfússon er ţess ađ gćta ađ Vinstri-grćnir urđu til - eins og Frjálslyndir - vegna ţess ađ einhver ţoldi ekki einhvern sem ţoldi ekki ţennan einhvern sem ţoldi ekki hann. Viđ megum líka horfa upp á fallkandí­data í prófkjörum sem fara í fýlu og virđast eiga jafnauđvelt međ ađ skipta um stjórnmálasannfćringu og nćrbrćkur. Og nú eru aldrađir og öryrkjar farnir í fýlu hverjir út í ađra og ađ auki innbyrđis hvor fylking; hlýtur ţađ ađ teljast nýtt Íslandsmet í fýluköstum og stjórnmálaklofningi af ţeim sökum ađ landsmála­samtök, sem ćtla ađ bjóđa til alţingiskosn­inga, skuli klofna áđur en ţau eru stofnuđ.
           Ţađ getur skemmt ýmsum ađ fylgjast međ framvindu fýlukastanna og slagsmálum út af völdum, virđingu og valútu, en ţetta fjargviđri verđur á endanum til bölvunar fyrir kjós­endur og alla landsmenn og gagnast engum nema hugsanlega ţeim sem ná yfirhönd í átök­unum. Hinn persónulegi ţáttur hefur mikiđ vćgi í stjórnmálum en íslenskir kjósendur eiga heimtingu á í ađdraganda alţingiskosninga ađ stjórnmálamenn muni eftir ţví ađ stjórn­mál eiga líka ađ snúast um grundvallarstefnu. Baráttumenn eldri borgara og öryrkja mćttu muna eftir ţví líka og brýna fólk til dáđa, hvern í sínum stjórnmála­flokki, í stađ ţess ađ sólunda atkvćđum fólks sem má ekki viđ ţví ađ ţau fari í súginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Tumagöngur

Tumi sýndi mér ţann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár ađ fallast á ađ ég fengi ađ fara út međ honum ađ ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beiđ ćvinlega rólegur ef ég ţvćldist frá honum eđa villtist. Hann tók ţví einnig međ jafnađargeđi ţegar ég rćddi viđ hann um hvađeina sem lá mér á hjarta í ţessum gönguferđum og átti ţađ stundum til ađ rjúfa einrćđu mína međ skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt viđ sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orđi. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég ţykist vita hvert viđ erum báđir ađ fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 480

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband