1.2.2007 | 20:38
32. Tumaganga með lýðræði og auðræði út í Örfirisey
Við Íslendingar lítum svo á að við búum í lýðræðisríki. Í því felst að samkvæmt tilteknum stjórnarfarsleiðum er öllum einstaklingum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, gefinn kostur á að hafa með atkvæði sínu í almennum kosningum áhrif á hverjir eru handhafar ríkisvalds og sveitarstjórnarvalds og hvaða meginviðhorfum er fylgt við valdstjórnina. Segja má að fyrsti vísir að stjórnarháttum, sem minntu á lýðræði, hafi orðið til hér á landi með endurreisn Alþingis eftir byltingarárið 1848. En þar sem kosningaréttur var lengi bundinn þröngum takmörkunum er varla hægt að halda því fram að íslensk stjórnskipun hafi verið raunverulegt lýðræði, eins og við skiljum það hugtak nú, fyrr en um 1920. Saga lýðræðis á Íslandi - eins og í flestum öðrum svonefndum vestrænum lýðræðisríkjum - er því harla stutt á mælikvarða mannkynssögunnar, spannar hálfan níunda áratug eða svo.
Allan þennan stutta tíma hefur lýðræðið ævinlega átt undir högg að sækja, fyrst og fremst vegna þess að valdastéttum þykir oftar en ekki að lýðræðið setji auði þeirra og þar með valdinu, sem auður þessa stétta hefur fært þeim, of þröngar skorður. Lýðræðislegar kjörnir valdhafar hafa orðið að gæta eða að láta a.m.k. líta svo út sem þeir væru að gæta hagsmuna allra atkvæða sinna, allra hugsanlegra kjósenda, og jafnvel valdhafar, þóknanlegir hinum ráðandi peningaöflum, hafa orðið að leita málamiðlunar þegar kom að því að þóknast einnig hinum almenna borgara. En handhöfum auðvaldsins, hins raunverulega valds í öllum samfélögum, hefur samt tekist að koma sér þægilega fyrir innan hins formlega ramma lýðræðisskipulagsins. Þeir hafa á grundvelli hlutafélagaréttar hreiðrað um sig í sjálfstæðum ríkjum í ríkinu, í stórum og öflugum fyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum sem hefur vaxið ásmegin af fáheyrðum krafti á undanförunum 15 til 20 árum, hér á landi eins og hvarvetna annars staðar. Á sama tíma hefur dregið smám saman mátt úr þeim valdsþáttum, sem lúta lýðræðinu, framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi ríkisins og sveitarstjórnavaldi. Er þess varla lengi að bíða að á Íslandi og í flestum öðrum ríkjum heims verði komið á svokallað auðræði í stað lýðræðis, auðræði sem styðst við fyrirtækjaræði, lénsskipulag sem minnir á það sem auðkenndi Evrópu á miðöldum og þar sem eignarhaldsfélög og fyrirtækjasamsteypur eru komin í stað kastala og forstjórar og framkvæmdastjórar í stað brynjuklæddra riddara.
Lítið en lærdómsríkt dæmi um sífellt virkari áhrif, sem bera keim af auðræði og fyrirtækjaræði, eru t.d. tíðindi af því að öflugt fyrirtæki á íslenska vísu hafi keypt upp lóðir úti í Örfirisey í Reykjavík, lagt fé í mikla undirbúningsvinnu við hönnun og verkfræðilega útfærslu á íbúðahverfi á landfyllingu hjá eynni og krefjist" þess nú að fá að reisa þetta hverfi eins og hugmyndir eigenda fyrirtækisins gera ráð fyrir. Vissulega er það svo að umrætt fasteignafyrirtæki leggur þessar hugmyndir sínar fyrir hin lýðræðislega kjörnu skipulagsyfirvöld í borginni og að þau hafa síðasta orðið - en það er jafnframt ljóst með hliðsjón af lóðauppkaupum og undirbúningi verksins fram að þessu að eigendur byggingafyrirtækisins eru eiginlega ekki í nokkrum vafa um hvaða afgreiðslu málið fær. Í þeirra augum er auðræði í skjóli fyrirtækjaræðis hið eðlilega og nútímalega stjórnarform. Auðræðið ætlar sér að segja lýðræðinu fyrir verkum, lýðræðislega kjörnir fulltrúar borgarinnar, skipulagsyfirvaldið, eiga að byggja ákvörðun sína á hagsmunum fyrirtækisins en ekki á hagsmunum Reykvíkinga. Svo einfalt er það. Svo einfalt að Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í skipulagsráði borgarinnar, er þegar farinn að viðra þá hugmynd að Reykvíkingar leggi miljarða króna í gerð jarðganga undir Reykjavíkurhöfn svo að umrætt miljarðafyrirtæki geti hrint byggingaráætlunum sínum í framkvæmd og eigendur þess haldið áfram að moka hagnaði í botnlausa vasa sína.
Allan þennan stutta tíma hefur lýðræðið ævinlega átt undir högg að sækja, fyrst og fremst vegna þess að valdastéttum þykir oftar en ekki að lýðræðið setji auði þeirra og þar með valdinu, sem auður þessa stétta hefur fært þeim, of þröngar skorður. Lýðræðislegar kjörnir valdhafar hafa orðið að gæta eða að láta a.m.k. líta svo út sem þeir væru að gæta hagsmuna allra atkvæða sinna, allra hugsanlegra kjósenda, og jafnvel valdhafar, þóknanlegir hinum ráðandi peningaöflum, hafa orðið að leita málamiðlunar þegar kom að því að þóknast einnig hinum almenna borgara. En handhöfum auðvaldsins, hins raunverulega valds í öllum samfélögum, hefur samt tekist að koma sér þægilega fyrir innan hins formlega ramma lýðræðisskipulagsins. Þeir hafa á grundvelli hlutafélagaréttar hreiðrað um sig í sjálfstæðum ríkjum í ríkinu, í stórum og öflugum fyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum sem hefur vaxið ásmegin af fáheyrðum krafti á undanförunum 15 til 20 árum, hér á landi eins og hvarvetna annars staðar. Á sama tíma hefur dregið smám saman mátt úr þeim valdsþáttum, sem lúta lýðræðinu, framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi ríkisins og sveitarstjórnavaldi. Er þess varla lengi að bíða að á Íslandi og í flestum öðrum ríkjum heims verði komið á svokallað auðræði í stað lýðræðis, auðræði sem styðst við fyrirtækjaræði, lénsskipulag sem minnir á það sem auðkenndi Evrópu á miðöldum og þar sem eignarhaldsfélög og fyrirtækjasamsteypur eru komin í stað kastala og forstjórar og framkvæmdastjórar í stað brynjuklæddra riddara.
Lítið en lærdómsríkt dæmi um sífellt virkari áhrif, sem bera keim af auðræði og fyrirtækjaræði, eru t.d. tíðindi af því að öflugt fyrirtæki á íslenska vísu hafi keypt upp lóðir úti í Örfirisey í Reykjavík, lagt fé í mikla undirbúningsvinnu við hönnun og verkfræðilega útfærslu á íbúðahverfi á landfyllingu hjá eynni og krefjist" þess nú að fá að reisa þetta hverfi eins og hugmyndir eigenda fyrirtækisins gera ráð fyrir. Vissulega er það svo að umrætt fasteignafyrirtæki leggur þessar hugmyndir sínar fyrir hin lýðræðislega kjörnu skipulagsyfirvöld í borginni og að þau hafa síðasta orðið - en það er jafnframt ljóst með hliðsjón af lóðauppkaupum og undirbúningi verksins fram að þessu að eigendur byggingafyrirtækisins eru eiginlega ekki í nokkrum vafa um hvaða afgreiðslu málið fær. Í þeirra augum er auðræði í skjóli fyrirtækjaræðis hið eðlilega og nútímalega stjórnarform. Auðræðið ætlar sér að segja lýðræðinu fyrir verkum, lýðræðislega kjörnir fulltrúar borgarinnar, skipulagsyfirvaldið, eiga að byggja ákvörðun sína á hagsmunum fyrirtækisins en ekki á hagsmunum Reykvíkinga. Svo einfalt er það. Svo einfalt að Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í skipulagsráði borgarinnar, er þegar farinn að viðra þá hugmynd að Reykvíkingar leggi miljarða króna í gerð jarðganga undir Reykjavíkurhöfn svo að umrætt miljarðafyrirtæki geti hrint byggingaráætlunum sínum í framkvæmd og eigendur þess haldið áfram að moka hagnaði í botnlausa vasa sína.
Um bloggið
Tumagöngur
Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.