3.2.2007 | 12:26
33. Tumaganga međ Mogganum og Hćstarétti
Ég vona ađ forsíđa Morgunblađsins föstudaginn 2. febrúar hafi veriđ mistök en ekki dćmi um breytta stefnu og ný efnistök á ritstjórn blađsins. Fréttafrásögn og myndbirting af fimm hćstaréttardómurum voru blađinu til álitshnekkis og vanhugsuđ ćsifréttamennska. Morgunblađiđ ćtti ađ biđja ţjóđina og Hćstarétt afsökunar.
Ţađ eru ýmsar ástćđur til ţess ađ mér blöskrađi. Ég nefni til dćmis:
1. Morgunblađiđ og ritstjórn ţess hafa fram ađ ţessu lagt áherslu á ađ lesendur geti treyst ţví ađ blađiđ stundi ţađ sem stundum er kallađ óhlutlćg" fréttamennska, ţ.e. ađ greint sé glöggt á milli beinna frétta annars vegar og hins vegar fréttaskýringa eđa túlkunar og skođana blađsins á ţví sem lesa má úr frétt. Á forsíđunni á föstudaginn var ţessi regla freklega brotin.
2. Hćstiréttur Íslands, ćđsta dómstig hér innanlands, er skipađur virtum lögfrćđingum, ţrautreyndum sérfrćđingum á sviđi laga og réttar, sem ég er ekki í nokkrum vafa um ađ hafa í heiđri í öllum sínum verkum lög landsins og beita ţeim viđ úrlausn dóma af ríkri réttlćtiskennd, réttsýni og heiđarleik. Ţađ er fáheyrđ ósvífni og ómakleg árás á ćru ţessara manna ţegar Morgunblađiđ leyfir sér ađ birta myndir af ţeim á forsíđu eins og ţeir séu dćmdir sakborningar. Lögfrćđingar, dómţolar og ađrir, t.d. blađamenn og ritstjórar blađa, geta veriđ ósammmála niđurstöđum Hćstaréttar. Menn lesa ţá vćntanlega öđru vísi í gögn máls og túlka lagafyrirmćli međ öđrum hćtti en hćstaréttardómarar í viđkomandi máli. Menn eiga ţá ađ rćđa slíkan ágreining í sérstökum greinum en sćmir ekki blađi, sem vill teljast virtur fréttamiđill, ađ matreiđa frétt af niđurstöđu dómsmáls međ ţeim hćtti sem Morgunblađiđ gerđi á föstudag. - Nýveriđ var dćmt í einhverjum ţćtti svonefndra Baugsmála í Hćstarétti. Niđurstađa hćstaréttar um hluta sakarefnis byggđist t.d. á túlkun á tilteknu hugtaki í lagagrein. Óefađ varđ túlkun Hćstaréttar á ţessu hugtaki, sem var mun ţrengri en túlkun ákćruvaldsins, til ţess ađ ákćrđir menn voru ekki af lagatćknilegum eđa formlegum rökum dćmdir sekir um tiltekiđ atferli ţó ađ fćstir efist um ađ hinir ákćrđu höfđu stundađ ţetta atferli. Setjum sem svo ađ ritstjórn Morgunblađsins hefđi - eins og fleiri - veriđ ósammmála niđurstöđu Hćstaréttar. Hefđi mönnum ţótt viđ hćfi ađ blađiđ birti á forsíđu myndir af hćstaréttardómurum yfir fyrirsögninni Ţeir vildu ekki fullnćgja réttlćtinu"?
3. Í hvađa tilgangi er Morgunblađiđ ađ ţjarma" međ ţessum hćtti ađ dómurum hćstaréttar? Telur ritstjórn blađsins ţađ til réttarframfara og álítur hún ađ ţađ muni leiđa til réttlátari" dómsuppkvađninga hjá íslenskum dómstólum, hérađdómstólum og Hćstarétti, ef dómurum sé gert ljóst fyrirfram ađ Morgunblađiđ muni birta myndir af ţeim eins og hverjum öđrum sakborningum" ef ţeir gćti ţess ekki í dómum sínum ađ taka ekki ađeins miđ af lögum og rétti heldur líka af skođunum ritstjórnar Morgunblađsins á ţví hvernig eigi ađ dćma í máli, hvađ sé réttlát niđurstađa? - Ég er ekki í nokkrum vafa um ađ réttlćtiđ ćtti erfiđara uppdráttar í íslensku samfélagi ef ćđsta dómsvald vćri fengiđ ţannig dómstól götunnar og ađilar ađ dómsmáli ćttu ţađ undir skođun manna á ritstjórn Morgunblađsins hvernig leyst yrđi úr réttarágreiningi fyrir lögskipuđum, íslenskum dómstól.
Steingrímur Hermannsson svarađi einhverju sinni í fréttaviđtali, ţegar honum var boriđ á brýn ađ hafa gert eitthvađ sem samrćmdist ekki lögum og reglum, ađ hann skyldi aldrei gera ţetta aftur. Ég vona ađ ritstjórn Morgunblađsins geri ţetta aldrei aftur. Ţetta var svartur föstudagur" í sögu blađsins. Ef eigendur og ritstjórn Morgunblađsins telja enga ađra leiđ fćra til ađ auka sölu blađsins en ađ reyna ađ láta ţađ líkjast ć meira DV, ćttu ţeir ađ beita til ţess öđrum ađferđum en ađ grafa undan trausti fólks á Hćstarétti Íslands og leiđa dómara hans í gapastokk á fjölmiđlatorginu eins og ótínda sakamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Um bloggiđ
Tumagöngur
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.