7.2.2007 | 21:46
34. Tumaganga með ónotum út af fjölmiðlun
Ég finn til ónota þegar ég verð fyrir fjölmiðlun á Íslandi þessa dagana. Hið innra með mér, í einhverjum fylgsnum, finnst mér eins og ekki sé allt með felldu þegar þögnin er rofin" hvað eftir annað, eins og leynist á bak við allan þennan göfuga tilgang, á bak við löngun til að opna augu þjóðarinnar fyrir þjáningum annarra, á bak við köllun til að hreinsa út sorann, á bak við staðfasta ákvörðun um að leiða ódæðismenn fram í dagsljósið - eins og leynist á bak við þetta allt sú tilfinning hjá ritstjórum helgarblaða, þáttastjórnendum og fréttastjórum að rofin þögn" sé líka góð söluvara, hún selji fleiri eintök, að hún skapi meira áhorf.
Fjölmiðlamenn, sem vilja koma einhverju góðu til leiðar og leggja sitt af mörkum til að hreinsa alla óværu af þjóðarlíkamanum, hafa nú um nokkurra vikna skeið verið í krossferð þar sem leituð eru uppi fórnarlömb kynlífsofbeldis og annarrar illrar meðferðar á stofnunum eða meðferðarheimilum og þau fengin til að svipta hulunni af ófreskjum í mannsmynd", barnaníðingum og öðrum slíkum úrhrökum. Ef tekst ekki um stundarsakir að grafa upp dæmi um ofbeldisbrot í samtímanum er leitað aftur í tímann og hálfrar aldar gamlar hroðasögur dregnar fram í dagsljósið. Þeir sem koma að þessari krossferð hjá fjölmiðlum hafa sumir hverjir a.m.k. brugðist af fyrirlitningu við þeim orðum kennara í fjölmiðlafræði hjá Háskóla Íslands að með efni af þessu tagi séu blaðamenn, fréttamenn og þáttastjórnendur að skemmta áhorfendum heima í stofu". Með orðum sínum á kennarinn að sjálfsögðu ekki við að áhorfendur að viðtölum við fórnarlömb kynlífsafbrota veltist um af hlátri eða hafi reglulega gaman af þessari umfjöllun á sama hátt og þeir hafa gaman af Spaugstofu eða Fóstbræðrum. Fjölmiðlamenn vita hins vegar ósköp vel að umfjöllun um kynlífsofbeldi og níðingsskap gagnvart börnum trekkir að áhorfendur og lesendur", hún heldur þeim föngnum eins og morðsaga eða hryllingsmynd meðfram því sem hún fær þá - eða látum okkur vona það - fær þá til að fordæma illvirki og illvirkja, krefjast skýringa á afskiptaleysi stjórnvalda og fara fram á að reynt verði að tryggja eins og kostur er að þvílíkir atburðir gerist ekki aftur. Ég skal ekki draga í efa að fjölmiðlamenn, sem tilreiða þetta efni, telja sig vera að vinna þjóðþrifaverk með því að afhjúpa hið illa í íslensku samfélagi og vekja þjóðina til vitundar um, ef hún skyldi þá ekki gera sér grein fyrir því, að undir sléttu og felldu yfirborði leynist margur sorinn og hefur leynst í áratugi og svo öldum skiptir. En ég er líka jafnsannfærður um að fjölmiðlamönnum er ljóst og þykir það ákjósanleg hliðarverkun að umfjöllun og uppljóstranir af þessu tagi trekkja að" áhorfendur og lesendur. Öðrum kosti t.d. verður ekki skýrð sú samkeppni" nánast um afhjúpunarefni af ýmsu tagi, oft tengt kynlífsofbeldi, sem þjóðin hefur orðið vitni að í vetur á milli þáttarins Kompáss hjá Stöð 2 og Kastljóss í Ríkissjónvarpinu. Eða eru menn í keppni um það hver geti látið meira gott af sér leiða? Nei, ég ætla mönnum ekki slíkt. En ég get ekki bægt frá mér þeirri hugsun að fleira kunni að ráða nær linnulausri umfjöllun um óhroða og fórnarlömb hans en vandlætingin ein og löngun til að rétta hlut lítilmagnans, löngun til að fletta ofan af þeim sem ódæðin unnu og löngun til að bæta heiminn svolítið í leiðinni. Einkanlega læðist þessi grunur að mér þegar frásögn af meðferðarheimilinu í Breiðuvík, sem hafði vissulega fréttagildi, þegar hún kom fyrst fram, af því að hún brá nýju ljósi á tilteknar samfélagsaðstæður á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, er orðin að framhaldssögu kvöld eftir kvöld og drjúgur hluti af aðalfréttatíma Sjónvarpsins og Kastljósi. Þá er ég farinn að finna til ónota ekki ólíkum þeim og þegar ég fletti æsifréttablöðum sem ég hef talið fram að þessu af allt öðru sauðarhúsi en Ríkissjónvarpið. - Þar með er ekki sagt að ég hafi ekki fullan skilning á þjáningum þeirra, sem urðu fyrir misbeitingu í Breiðuvík, og beri til þeirra og vandamanna þeirra einlæga samúð. Þar með er ekki sagt að ég taki ekki undir með þeim mönnum sem hafa lýst því yfir að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina að horfast í augu við það, sem gerðist í Breiðuvík og á Heyrnleysingjaskólanum, og full ástæða til að skoða hvort ekki megi takast með einhverjum hætti að bæta mönnum misgjörðirnar sem þeir máttu þola vegna afskiptaleysis og eftirlitsleysis stjórnvalda í eina tíð. En það er önnur saga. Fjölmiðlamenn eiga heiður skilinn fyrir að draga óþægilegar staðreyndir, sem skipta þjóðina máli, fram í dagsljósið en þeir skyldu gæta sín á að umgangast þær eins og söluvöru eða velta sér og landsmönnum upp úr þeim löngu eftir að kjarna málsins hefur verið komið til skila.
Fjölmiðlamenn, sem vilja koma einhverju góðu til leiðar og leggja sitt af mörkum til að hreinsa alla óværu af þjóðarlíkamanum, hafa nú um nokkurra vikna skeið verið í krossferð þar sem leituð eru uppi fórnarlömb kynlífsofbeldis og annarrar illrar meðferðar á stofnunum eða meðferðarheimilum og þau fengin til að svipta hulunni af ófreskjum í mannsmynd", barnaníðingum og öðrum slíkum úrhrökum. Ef tekst ekki um stundarsakir að grafa upp dæmi um ofbeldisbrot í samtímanum er leitað aftur í tímann og hálfrar aldar gamlar hroðasögur dregnar fram í dagsljósið. Þeir sem koma að þessari krossferð hjá fjölmiðlum hafa sumir hverjir a.m.k. brugðist af fyrirlitningu við þeim orðum kennara í fjölmiðlafræði hjá Háskóla Íslands að með efni af þessu tagi séu blaðamenn, fréttamenn og þáttastjórnendur að skemmta áhorfendum heima í stofu". Með orðum sínum á kennarinn að sjálfsögðu ekki við að áhorfendur að viðtölum við fórnarlömb kynlífsafbrota veltist um af hlátri eða hafi reglulega gaman af þessari umfjöllun á sama hátt og þeir hafa gaman af Spaugstofu eða Fóstbræðrum. Fjölmiðlamenn vita hins vegar ósköp vel að umfjöllun um kynlífsofbeldi og níðingsskap gagnvart börnum trekkir að áhorfendur og lesendur", hún heldur þeim föngnum eins og morðsaga eða hryllingsmynd meðfram því sem hún fær þá - eða látum okkur vona það - fær þá til að fordæma illvirki og illvirkja, krefjast skýringa á afskiptaleysi stjórnvalda og fara fram á að reynt verði að tryggja eins og kostur er að þvílíkir atburðir gerist ekki aftur. Ég skal ekki draga í efa að fjölmiðlamenn, sem tilreiða þetta efni, telja sig vera að vinna þjóðþrifaverk með því að afhjúpa hið illa í íslensku samfélagi og vekja þjóðina til vitundar um, ef hún skyldi þá ekki gera sér grein fyrir því, að undir sléttu og felldu yfirborði leynist margur sorinn og hefur leynst í áratugi og svo öldum skiptir. En ég er líka jafnsannfærður um að fjölmiðlamönnum er ljóst og þykir það ákjósanleg hliðarverkun að umfjöllun og uppljóstranir af þessu tagi trekkja að" áhorfendur og lesendur. Öðrum kosti t.d. verður ekki skýrð sú samkeppni" nánast um afhjúpunarefni af ýmsu tagi, oft tengt kynlífsofbeldi, sem þjóðin hefur orðið vitni að í vetur á milli þáttarins Kompáss hjá Stöð 2 og Kastljóss í Ríkissjónvarpinu. Eða eru menn í keppni um það hver geti látið meira gott af sér leiða? Nei, ég ætla mönnum ekki slíkt. En ég get ekki bægt frá mér þeirri hugsun að fleira kunni að ráða nær linnulausri umfjöllun um óhroða og fórnarlömb hans en vandlætingin ein og löngun til að rétta hlut lítilmagnans, löngun til að fletta ofan af þeim sem ódæðin unnu og löngun til að bæta heiminn svolítið í leiðinni. Einkanlega læðist þessi grunur að mér þegar frásögn af meðferðarheimilinu í Breiðuvík, sem hafði vissulega fréttagildi, þegar hún kom fyrst fram, af því að hún brá nýju ljósi á tilteknar samfélagsaðstæður á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, er orðin að framhaldssögu kvöld eftir kvöld og drjúgur hluti af aðalfréttatíma Sjónvarpsins og Kastljósi. Þá er ég farinn að finna til ónota ekki ólíkum þeim og þegar ég fletti æsifréttablöðum sem ég hef talið fram að þessu af allt öðru sauðarhúsi en Ríkissjónvarpið. - Þar með er ekki sagt að ég hafi ekki fullan skilning á þjáningum þeirra, sem urðu fyrir misbeitingu í Breiðuvík, og beri til þeirra og vandamanna þeirra einlæga samúð. Þar með er ekki sagt að ég taki ekki undir með þeim mönnum sem hafa lýst því yfir að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina að horfast í augu við það, sem gerðist í Breiðuvík og á Heyrnleysingjaskólanum, og full ástæða til að skoða hvort ekki megi takast með einhverjum hætti að bæta mönnum misgjörðirnar sem þeir máttu þola vegna afskiptaleysis og eftirlitsleysis stjórnvalda í eina tíð. En það er önnur saga. Fjölmiðlamenn eiga heiður skilinn fyrir að draga óþægilegar staðreyndir, sem skipta þjóðina máli, fram í dagsljósið en þeir skyldu gæta sín á að umgangast þær eins og söluvöru eða velta sér og landsmönnum upp úr þeim löngu eftir að kjarna málsins hefur verið komið til skila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Um bloggið
Tumagöngur
Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.