39. Tumaganga með ósjálfráða bankastjórum

              Í umræðunni um „okur" bankanna, hefur komið berlega í ljós hvað bankarnir eru, þrátt fyrir alla einkavæðingu, nátengdir stjórnvöldum og ríkisstofnunum sem fara með yfirstjórn fjármála- og efnahagslífs. Útlánavextir banka eru mikilvæg stjórntæki í þjóðarbúskapnum. Þegar beita þarf þessum stjórntækjum af hörku til að draga úr þenslu og lagfæra t.d. við­skiptahalla er óhjákvæmilegt að stýra hönd hinna „frjálsu" bankaeigenda og banka­stjóra. Það er engin samkeppni, sem ræður hér eða yfirleitt fær að ráða vaxtastiginu, heldur ákvarðanir stjórnvalda sem verða að koma skikki á efnahagslífið ef ekki á illa að fara. Áður en bankar voru einkavæddir, runnu auknar tekjur af háum vöxtum í sameiginlegan sjóð - sem við getum kallað svo úr því að landsmenn voru allir eigendur bankanna - en eftir einkavæðingu renna slíkar auknar tekjur vegna hávaxtastigs, sem ákvarðast af stjórnvöldum, í vasa einstaklinga sem eiga bankana. Verðtrygging lána er ekki heldur uppfinn­ing hinna einkavæddu bankastjóra. Hún er stjórnvaldsákvörðun. Ef mönnum þykir hún tímaskekkja og ósanngjörn er ekki við bankana að sakast. Varla dettur svo nokkrum manni í hug, sem gagnrýnt hefur bankana fyrir „vaxtaokur", á Alþingi og utan þess, að sé eitthvert vit í eins og nú er komið málum í íslensku efnahagslífið að fara að knýja banka til að lækka vexti af lánum til þess eins að hrinda fólki út í enn tryllingslegra eyðslufyllerí og búa til enn ísjárverðri viðskiptahalla? Hinir einkareknu bankar njóta á vissan hátt ríkisverndar þegar litið er til þess hver beitir vöxtum sem stjórntæki í efnahagslífinu. Bankarnir hagnast svo gríðarlega í skjóli þessarar ríkis­verndar. Það væri helst vit í að reyna að fá bankana, sem þjóðin nánast gaf nokkrum einstaklingum, til að deila broti af góðri afkomu sinni með þjóðinni með því að hækka vexti af innlánum. Þeir sýndu þá okkur almenningi svolítið þakklæti fyrir gjöfina.

 

 

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tumagöngur

Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband