22.2.2007 | 21:19
42. Tumaganga með arfavitlausri hugmynd um jafnræði kynjanna
Vinstri grænir hafa látið sér detta í hug að binda það í stjórnarskrá að konur og karlar skuli vera jafnmörg á Alþingi. Þetta er vanhugsuð tillaga svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Það er meginregla að allir íslenskir ríkisborgarar eru kjörgengir til Alþingis að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Nái frambjóðandi kjöri til Alþingis, þ.e. veiti tiltekinn fjöldi kjósenda honum eða flokkslistanum, þar sem hann skipar sæti, nægilega mörg atkvæði m.v. heildartölur í þingkosningum, er það stjórnarskrárvarinn réttur frambjóðandans að fá sæti á Alþingi og stjórnarskrárvarinn réttur kjósendanna, sem greiddu honum eða flokkslista hans atkvæði, að viðkomandi frambjóðandi fái sæti á Alþingi; til þess hefur hann stjórnarskrárvarið umboð kjósenda sinna. Það væri brot á grundvallarreglum stjórnarskrár um lýðræðislegar kosningar ef þessi tiltekni frambjóðandi hefði ekki rétt á að taka sæti sæti á Alþingi af því að hann væri 31. karlmaðurinn sem næði kjöri í viðkomandi alþingiskosningum.
Þessi hugmynd Vinstri grænna er í reynd óframkvæmanleg án þess að brotinn sé sá stjórnarskrárvarði réttur sem líst er hér að framan. Setjum sem svo að allir stjórnmálaflokkar hefðu komð sér saman um að láta karla og konur skiptast á um sæti á framboðslistum, þ.e. karl væri í 1. sæti og kona í 2. sæti og þannig á víxl. Eflaust gætu stjórnmálaflokkar ekki komist lengra í að virða jafnræði kynjanna (kynjaröðunin gæti verið á hinn veginn, þ.e. kona í 1. sæti og karl í 2. sæti, en það breytir í sjálfu sér ekki kjarna þess sem verið er að tala um). Nú eru þingmenn sextíu og úrslit kosninga yrðu þessi sem dæmi:
A flokkur 5 þingsæti - sem gerir 3 karlar og 2 konur
B flokkur 7 þingsæti - sem gerir 4 karlar og 3 konur
C flokkur 12 þingsæti - sem gerir 6 karlar og 6 konur
D flokkur 23 þingsæti - sem gerir 12 karlar og 11 konur
E flokkur 13 þingsæti - sem gerir 7 karlar og 6 konur
Úrslit eftir kynjum yrðu þá 32 karlar og 28 konur. Þá yrði að neita 2 körlum um þingsæti og setja konur í stað þeirra á þing. Þá væri gengið gegn stjórnarskrárvörðum rétti tveggja frambjóðenda og stjórnarskrárvörðum vilja kjósenda eins og hann kemur fram í úrslitum kosninganna. Í dæminu hér að framan hafa kjósendur kjörið 2 karla á þing sem mættu svo ekki taka þingsæti ef hugmynd Vinstri grænna væri orðin að veruleika. Sama væri upp á teningnum, ef konur skipuðu oddatölusætin og þingmannafjöldi flokkanna væri eins og í dæminu. Þá yrðu tvær konur að víkja og væri brotinn á þeim stjórnarskrárvarinn réttur til þingsetu samkvæmt úrslitum kosninga. Eina tilfellið þar sem jafnræðishugmynd Vinstri græna gæti gengið upp án þess að brjóta meginlýðræðisreglur stjórnarskrár - m.v. að stjórnmálaflokkar hefðu lagt niður prófkjör og hefðu fyrir ófrávíkjanlega reglu að karl og kona skipuðu framboðslistasætin á víxl - væri þar sem fjöldi kjörinna þingmanna sérhvers stjórnmálaflokks eða framboðs til alþingis væri jöfn tala. Ég held að menn ættu ekki að eyða tíma sínum og kröftum í að ræða svona fjarstæðukennda hugdettu. Jafnræði kynja á ekki tryggja með stjórnarskrárbrotum og rangindum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Um bloggið
Tumagöngur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held, ágæti Jón Örn, að við ættum að láta þetta mál kyrrt liggja næstu féritigi árin eða svo. Þó ekki væri nema fyrir okkar sálarheill. Og annarra.
Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.