22.3.2007 | 22:11
51. Tumaganga með grænu og gráu
Í ljósi þess hversu illa gengur að finna viðhlítandi lausn á hinu aldagamla deiluefni stjórnmálanna, skiptingu takmarkaðra jarðneskra gæða á milli jarðarbúa, þarf engan að undra þó að við Tumi höfum orðið hvumsa þegar formaður Íslandsflokksins sagði að nú væri ekkert til sem héti hægri og vinstri; á 21. öldinni snerist allt um grænt eða grátt. Ég ætla formanninum ekki svo þröngt sjónarhorn að hann viti ekki af hinni geigvænlegu misskiptingu á lífsgæðum sem enn er staðreynd á jörðinni. Að líkindum hefur hann einvörðungu verið að tala um íslenskt samfélag. Væntanlega á hann við að skipti engu máli lengur hvort menn á Íslandi aðhyllist einstaklingshyggju, individualisma, eða félagshyggju, sósíalisma, því að meginverkefnið í íslensku samfélagi á 21. öld sé að hrinda af stað hinni grænu byltingu, hætta iðnvæðingu og umhverfismótandi tæknivæðingu og gera náttúruvernd að forgangsverkefni á Íslandi.
Formaðurinn var inntur eftir afstöðu til annarra viðfangsefna í íslenskum stjórnmálum, til kvótakerfis, til landbúnaðarkerfis, til skattkerfis og fleiri hluta. Þar var ekki mikið um svör nema hvað formaðurinn vitnaði mjög til Norðmanna sem hafa á síðustu árum otað að heiminum ímynd sem byggir á smábændum í þjóðbúningum að spila á harðangursfiðlur í óspilltu umhverfi norskra dala og er ætlað að fela hið eina og sanna þjóðartákn Norðmanna í upphafi 21. aldar, olíuborpallinn.
Ég á enn eftir að sjá fyrir mér hvernig einstaklingshyggjumenn ætla að samræma eftir pólitískum leiðum græna forsjárhyggju og einstaklingsfrelsi og einstaklingsframtak. Áhersla á umhverfisvernd og viðurkenning á því að maðurinn geti ekki í græðgi sinni gengið of nærri náttúrunni er ekki pólitísk kenning eða pólitísk sannfæring. Þetta er miklu fremur viðhorf til þess hvernig beri að haga efnahagsstarfseminni, hvort sem stuðst er við miðstýrt hagkerfi eða hagkerfi kapítalismans. Stjórnmálaflokkar hér á landi eru farnir að sinna umhverfismálum og náttúruvernd og reyna að samþætta þetta tvennt skoðunum sínum á því hvernig eigi að leysa önnur brýn verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma. Framboðsflokkur með sannast sagna aðeins eitt mál á stefnuskrá finnst okkur Tuma ekki hugnanlegur kostur í íslenskum stjórnmálum vorið 2007.
Formaðurinn var inntur eftir afstöðu til annarra viðfangsefna í íslenskum stjórnmálum, til kvótakerfis, til landbúnaðarkerfis, til skattkerfis og fleiri hluta. Þar var ekki mikið um svör nema hvað formaðurinn vitnaði mjög til Norðmanna sem hafa á síðustu árum otað að heiminum ímynd sem byggir á smábændum í þjóðbúningum að spila á harðangursfiðlur í óspilltu umhverfi norskra dala og er ætlað að fela hið eina og sanna þjóðartákn Norðmanna í upphafi 21. aldar, olíuborpallinn.
Ég á enn eftir að sjá fyrir mér hvernig einstaklingshyggjumenn ætla að samræma eftir pólitískum leiðum græna forsjárhyggju og einstaklingsfrelsi og einstaklingsframtak. Áhersla á umhverfisvernd og viðurkenning á því að maðurinn geti ekki í græðgi sinni gengið of nærri náttúrunni er ekki pólitísk kenning eða pólitísk sannfæring. Þetta er miklu fremur viðhorf til þess hvernig beri að haga efnahagsstarfseminni, hvort sem stuðst er við miðstýrt hagkerfi eða hagkerfi kapítalismans. Stjórnmálaflokkar hér á landi eru farnir að sinna umhverfismálum og náttúruvernd og reyna að samþætta þetta tvennt skoðunum sínum á því hvernig eigi að leysa önnur brýn verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma. Framboðsflokkur með sannast sagna aðeins eitt mál á stefnuskrá finnst okkur Tuma ekki hugnanlegur kostur í íslenskum stjórnmálum vorið 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Um bloggið
Tumagöngur
Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.