19.4.2007 | 11:48
55. Tumaganga eftir brunann við Lækjartorg
Af gömlum ljósmyndum má sjá að byggingarnar þarna á horninu voru bæjarprýði í eina tíð. Þeir dagar eru löngu liðnir. Síðustu fjörutíu árin hefur verið níðst á húsunum með ýmsum hætti án þess að nokkur verndunarsinni eða fulltrúi borgaryfirvalda hreyfði andmælum - hvað þá að Reykvíkingar almennt væru að gera athugasemdir við meðferðina á þessum menningarverðmætum" eins og kumbaldarnir voru kallaðir hvað eftir annað í viðtölum í gær. Þarna tók ein sjoppan og búllan við af annarri og öllu umturnað í hvert skipti sem þurfti að skipta um virðisaukaskattsnúmer. Framhliðar húsanna voru brennimerktar með glannalegum söluskiltum og alþjóðlegum vörumerkjum og ég forðaðist að líta til húsanna þegar ég átti þarna leið framhjá.
Eftir á að hyggja og úr því að dugmiklum afburðamönnum í slökkviliði höfuðborgarinnar tókst að afstýra mögulegum, hörmulegum afleiðingum af stórbruna í miðbæ Reykjavíkur og einangra tjónið við húsin á horninu, getur maður leyft sér að halda því fram að bruninn hafi verið lán í óláni. Nú gefst tækifæri til að reisa þarna á horninu nýjar og fallegar byggingar þar sem má þætta saman nútíma og liðna tíð. Nú gefst tækifæri til að flíkka upp á Lækjartorg. Nú gefst tækifæri til að fylla upp í gapið á milli steingaflanna á Iðuhúsinu og Eymundssonarhúsinu og skapa heildstæðan flöt þarna á horninu sem gleður augað. Því að í framhaldi af þessu er að sjálfsögðu einsýnt að menn rífa Hressingarskálann sem er líka afskræmd leif frá gömlum tíma og er löngu orðið brýnt að láta hverfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tumagöngur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.