62. Tumaganga með ráðherra á heilanum

Það er eftirtektarvert hversu margir í þingflokkum stjórnarflokkanna hafa greint frá því í samtölum við fjölmiðla að þeir hafi sóst eftir því að fá ráðherraembætti í hinni nýju ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það kom einnig fram í viðtölum við þingmenn, sem hrepptu hnossið og setjast nú í ráðherrastól, að þeim þótti mikils virði að fá nú tækifæri til þess að beita sér í tilteknum málaflokki og koma þar góðu til leiðar. Þessi ummæli, hvort sem þau komu frá ráðherrum eða vonsviknum þingmönnum, endurspegla vel þá gagngeru breytingu sem hefur smám verið að verða á hlutverki þingmannsins, löggjafans, og hlutverki ráðherrans, þess sem fer með framkvæmdavaldið í umboði þingsins. Menn hafa oft verið að hnýta í Alþingi og sakað þingmenn - og þá sérstaklega stjórnarþingmenn - um vöntun á frumkvæði og kallað þingið afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn. Það leynir sér ekki af ummælum þeirra, sem bitust nú um ráðherraembættin, að stjórnarþingmenn eru einnig farnir að líta svo að þingmennskan ein færi þeim takmarkað áhrifavald. Metnaðarfullir einstaklingar, sem vilja setja mark sitt á stjórn og stefnu í tilteknum landsmálaflokki, líta greinilega svo á að það nái þeir ekki að gera af fullum þunga nema sem ráðherrar í ríkisstjórn. Vestrænt þingræði hefur verið að þróast í þessa átt býsna lengi, í 60 eða 70 ár. Ráðherrar og ríkisstjórnir verða sífellt valdameiri og fara að heita má bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald en hlutverk hins eiginlega löggjafarvalds, þingsins, verður sífellt lítilvægara í samanburði við hlutverk framkvæmdavaldsins. Kannski menn ættu að staldra við áður en vestræn lýðræðisríki breytast í ólígarkí forystumanna í stjórnmálaflokkum sem hreppa ráðherraembætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tumagöngur

Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband