24.12.2006 | 17:53
8. Tumaganga međ góđum horfum á jólasteik
Árvissum ađventuspreng er ađ ljúka. Ég bíđ eftir ţví međ steikarlykt í vitum ađ Dómkirkjuklukkurnar hringi inn jólin í útvarpinu. Ţađ er óbrigđult í mínu tilfelli ađ ţessi klukknahringing slćr á einu augabragđi á ađventusprenginn í brjósti mér eins og róandi sprauta. Ég öđlast ţannig sálarstyrk til ađ eiga enn eitt ljósríkt ađfangadagskvöldiđ međ fjölskyldunni. Ţađ er besta jólagjöfin. Ég minni mig á ţađ í hvert skipti sem ég er kominn í jólafötin: Gleđileg jól eru ekki sjálfsagđur hlutur.
Ađventusprengur Flíslendinga verđur trylltari međ hverju árinu sem líđur. Ţađ eru ekki ađeins verslunarkeđjur og kaupmenn, sem drekkja börnum og fullorđnum í sínu plastfóđrađa hálslóni, heldur pappírsarka bókúgefendur yfir sjó og land, frjálsar útvarpsstöđvar fara ófrjálsri hendi um andlegt jafnvćgi manns međ linnulausum jólalagahraglanda og hljóđfćraleikarar, kórar og einsöngvarar virđast á einu máli um ađ fyrir hver jól sé alsíđasta tćkifćriđ sem ţeir fá til ađ láta heyra í sér.
Eflaust hafa margir ómćlt gaman af ţessum ađventusperringi. Ég er hins vegar međ ţeim ósköpum gerđur ađ hann veldur í brjóstinu á mér einhverri ókyrrđ sem ég get međ engu móti notiđ. Ég reyni ţess vegna ađ taka ekki ţátt í ađventusprengnum, reyni ađ forđast áreitiđ og jólaglamriđ. En ţađ er hvergi ađ finna nógu traust skjól, a.m.k ekki hérna í ţéttbýlinu. Síđustu daga fyrir jól eru spennustraumarnir allt um kring orđnir svo magnađir ađ stundum verđ ég ađ setjast niđur, draga djúpt ađ mér andann og brýna fyrir sjálfum mér ađ slaka á, ţetta líđi fljótlega hjá. Kannski hef ég orđiđ svona viđkvćmur međ aldrinum.
Lćgđagangurinn ađ undanförnu hefur svo ekki veriđ til ţess ađ auka manni ró og innri friđ. Átök í veđrinu, ţar sem loftţyngdin hleypur upp og niđur um nokkra tugi hektópaskala á örfáum klukkustundum, hafa áhrif á líkamlegt ástand manns og óbeint á andlega líđan. Ókyrrđ í lofti leggst ofan á ókyrrđ í samfélaginu. Mér finnst ţađ óţćgilegt ástand. Ég er örugglega ekki einn um ţađ.
En ég vildi ekki án jólanna vera. Ég á ţví ekki annarra kosta völ en ađ ţola ţessar aukaverkanir á ađventunni. Lćkningin kemur svo međ Dómkirkjuklukkunum á eftir.
- Og fć ég bjúga eins og ţú lofađir í fyrradag.
Auđvitađ fćrđu bjúga.
- Ég hélt ađ ţú hefđir vorkennt svo sjálfum ţér í jólalátunum í gćr ađ ţú hefđir kannski gleymt ađ ná í bjúgađ.
Auđvitađ sé ég til ţess ađ jólin hjá ţér verđi gleđlileg. En mundu, ţegar ţú gleypir ofan í ţig bjúgađ á eftir, ađ ţađ er ekki sjálfsagđur hlutur ađ fá ađ njóta gleđilegra jóla.
Viđ skulum koma okkur heim. Finnurđu ekki steikarlyktina eins og ég?
Um bloggiđ
Tumagöngur
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 480
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.