15. Tumaganga međ skoteldanöldri

 

            Ţá erum viđ ađ verđa jafngóđir eftir áramótin, Flís­lendingar. Allt var međ hefđbundnu sniđi á nýársnótt. Frá mínum bćjar­dyrum séđ stóđ loftárás björgunar­sveitanna í 50 mínútur og skildi eftir sig ţykka reykjar­slćđu í Kópavogsdalnum. Laust eftir hádegi á nýársdag voru nágrannar mínir og íbúar í nćstu götum komnir út međ kústa, hrífur, fćgiskúffur og plastpoka og dreggjar nćturinnar hurfu smám saman. Voru ţó sumar götur eins og vígvöllur yfir ađ líta ţar sem skot­tertur skilja eftir sig reiđinnar býsn af pappírssnifsum og rusli.
            Ég hef fylgst međ mörgum áramótum um ćvina og get ekki neitađ ţví nöldur­mannlega viđhorfi ađ mér finnst eins og flugelda- og tertuham­farir um miđnćtti á gamlárskvöld séu komnar út yfir öll skyn­samleg mörk. Ég get ekki ímyndađ mér ađ á nokkru byggđu bóli - annars stađar en á Íslandi - sé almenningi, ţéttkenndum í ţétt­býli, hleypt út međ sex til sjö­hundr­uđ tonn af púđri. Niđurstađan er ekki litfögur og tilkomu­mikil sjón heldur drynjandi ljósagangur sem er miklu fremur ógnvćn­legur en hrífandi. Ég veit ađ svona tala einvörđungu leiđindagaurar - og hundar sem fengu enga áfallahjálp - en ég leyfi mér samt ađ vera ţeirrar skođ­unar ađ sé tími til kominn fyrir ţar til heyrandi yfirvöld og björgun­arsveitir ađ staldra viđ og velta fyrir sér hvort breytinga sé ekki ţörf. Reykjarmekkinum hefur nú svifađ frá og menn ćttu ţví ađ geta séđ til. Leikurinn er ađ fara úr böndum. Menn hljóta ađ geta viđurkennt ţađ. Og björgunarsveitir hljóta ađ geta fundiđ ađra fjáröflunarleiđ sem gćti dregiđ úr mikil­vćgi skoteldasölu fyrir afkomu ţessara samtaka sem ţjóđin öll stendur í ćvarandi ţakkarskuld viđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Tumagöngur

Tumi sýndi mér ţann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár ađ fallast á ađ ég fengi ađ fara út međ honum ađ ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beiđ ćvinlega rólegur ef ég ţvćldist frá honum eđa villtist. Hann tók ţví einnig međ jafnađargeđi ţegar ég rćddi viđ hann um hvađeina sem lá mér á hjarta í ţessum gönguferđum og átti ţađ stundum til ađ rjúfa einrćđu mína međ skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt viđ sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orđi. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég ţykist vita hvert viđ erum báđir ađ fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 480

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband