Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Þakkir til Tuma
Stend í þakkarskuld við Tuma. Megun við fá meira af rölti Guðrún
Guðrún Hallgrímsdóttir (Óskráður), mið. 28. feb. 2007
Gamli stíllinn þinn endurfundinn
Ég er nýbúin að uppgötva "bloggið" þitt og nýt þess að upplifa aftur húmorinn þinn og skemmtilega framsetta ádeiluna. Ég kannast strax við stílinn þinn, þótt ég þurfi að fara 50 ár aftur í tímann til þess að rifja hann upp. Einhverju sinni í Ásdísarbekknum okkar, áttum við að skrifa ritgerð um haustið og meðan við hin skrifuðum hundleiðinlegar ritgerðir um fölnuð lauf og farfugla, skrifaðir þú um geðvondan hana, sem þoldi illa haustrokið, rigninguna og gnauðið í hænsnakofanum og lét það allt bitna á saklausum hænunum. Gleymi aldrei hvað ég hló þegar þú varst látinn lesa ritgerðina upp og fékkst eðlilega 10. Held áfram að fylgjast með frábærum lýsingum þínum af þjóðfélagsmálunum. Gömul bekkjarsystir.
Svava Guðmundsdóttir (Óskráður), mið. 7. feb. 2007
Og tíminn líður
Leyfi mér að krota hér. Man ekki til þess að hafa séð þig síðustu féritigi árin og liðlega hálfu betur. Þekki þig samt vel á myndinni, ennþá betur á textanum. Braglindin er á sínum stað; sjálfsagt kaldavermsl.
Hlynur Þór Magnússon, sun. 31. des. 2006
Um bloggið
Tumagöngur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar