Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Þakkir til Tuma

Stend í þakkarskuld við Tuma. Megun við fá meira af rölti Guðrún

Guðrún Hallgrímsdóttir (Óskráður), mið. 28. feb. 2007

Gamli stíllinn þinn endurfundinn

Ég er nýbúin að uppgötva "bloggið" þitt og nýt þess að upplifa aftur húmorinn þinn og skemmtilega framsetta ádeiluna. Ég kannast strax við stílinn þinn, þótt ég þurfi að fara 50 ár aftur í tímann til þess að rifja hann upp. Einhverju sinni í Ásdísarbekknum okkar, áttum við að skrifa ritgerð um haustið og meðan við hin skrifuðum hundleiðinlegar ritgerðir um fölnuð lauf og farfugla, skrifaðir þú um geðvondan hana, sem þoldi illa haustrokið, rigninguna og gnauðið í hænsnakofanum og lét það allt bitna á saklausum hænunum. Gleymi aldrei hvað ég hló þegar þú varst látinn lesa ritgerðina upp og fékkst eðlilega 10. Held áfram að fylgjast með frábærum lýsingum þínum af þjóðfélagsmálunum. Gömul bekkjarsystir.

Svava Guðmundsdóttir (Óskráður), mið. 7. feb. 2007

Hlynur Þór Magnússon

Og tíminn líður

Leyfi mér að krota hér. Man ekki til þess að hafa séð þig síðustu féritigi árin og liðlega hálfu betur. Þekki þig samt vel á myndinni, ennþá betur á textanum. Braglindin er á sínum stað; sjálfsagt kaldavermsl.

Hlynur Þór Magnússon, sun. 31. des. 2006

Um bloggið

Tumagöngur

Tumi sýndi mér þann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár að fallast á að ég fengi að fara út með honum að ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beið ævinlega rólegur ef ég þvældist frá honum eða villtist. Hann tók því einnig með jafnaðargeði þegar ég ræddi við hann um hvaðeina sem lá mér á hjarta í þessum gönguferðum og átti það stundum til að rjúfa einræðu mína með skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt við sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orði. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég þykist vita hvert við erum báðir að fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband