54. Tumaganga í ţunglyndiskasti út af kosningabaráttu

              Upp er runniđ tímaskeiđ kosningabaráttunnar, tímaskeiđ blekkinga, tímaskeiđ söluhvetjandi skilabođa, sem hafa enga raunverulega merkingu,  tímaskeiđ hug­mynda­frćđilegrar lognmollu, tímaskeiđ frambjóđenda sem maka sig og tilheyrendur í einhverju pólitísku sultutaui sem ţeir láta háskólamenntađa sérfrćđinga í markađs­setningu á límonađi og barna­bleyjum ata yfir grundvallaratriđi í stjórnmálaviđhorfum. Viđ Tumi verđum ađ draga djúpt andann til ţess ađ halda stillingu okkar og andlegu jafnvćgi frammi fyrir ţessum markađsskafrenningi af útpćldum kosninga­áróđri. Ég ţoli ekki stjórnmálabaráttu ţar sem stjórnendur hennar virđast líta svo á ađ kjósendur velji stjórnmálaskođanir eins og ţeir velja morgukorn eđa gera upp hug sinn hvort ţeir vilja kók eđa pepsí. Kannski margir gera ţađ. Hvađ gerist ţá í kanslarakosningum einhvers stađar áriđ 2033?

            Í einum umrćđuţćttinum af öđrum sitja nú svokallađir pólitískir andstćđingar og ţrefa um prósent og tölur og hina og ţessa statistíkk. Frambjóđendur glefsa hver í annan í sjónvarpi og útvarpi út af einhverjum stundlegum viđ­fangs­efnum eins og álverum, vöntun á hjúkrunarrýmum fyrir aldrađa, eđa biđlistum eftir mjađmaliđaađ­gerđum. Stundum fćr mađur jafnvel á tilfinninguna ađ stjórnmálaflokkarnir ćtli ađ láta einstaka ţáttagerđarmenn í sjónvarpi og útvarpi ráđa ţví hvađa mál verđi svo­kölluđ kosningamál.

            Alţingiskosningar og ađdragandi ţeirra eiga ađ snúast um grundvallarskil í stjórnmálum, skilin á milli óhefts kapítalisma og sósíal-demókratisma. Ţađ er á milli ţessara tveggja kerfa sem kjósandi á ađ velja. Ţannig var ţađ fyrir eitthundrađ árum og ţannig er ţađ enn. Viđ Tumi ţolum ekki útvötnun fjölmiđla og áróđursmeistara á ţessum grundvallarskilum í stjórnmálaviđhorfum. Ţađ er áróđursbragđ af hálfu hćgrisinnađra stjórnmálaafla ađ halda ţví fram ađ ţessi skil séu horfin. Ţađ er sárgrćtilegt ađ horfa upp á fulltrúa sósíal-demókratismans svara ţessum áróđri međ einhverri lognmollu á flökti í kringum statistíkk og prósentu­tölur.

            Viđ Tumi er í engum vafa nú fremur en hann afi minn og tíkin hans Snotra ţegar ţau röltu eftir fjárgötunni á leiđ á kjörstađ í eina tíđ: Auđvald eđa samfélagsvald - um ţetta tvennt stendur valiđ. Viđ ćtlum ekki ađ hlusta á fleiri stjórnmálaumrćđur fyrir yfirvofandi alţingiskosningar. Viđ treystum okkur til ţess ađ velja á milli grundvallarviđhorfa án ţess.   

                     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Tumagöngur

Tumi sýndi mér ţann vináttuvott á hverju kvöldi í 15 ár ađ fallast á ađ ég fengi ađ fara út međ honum ađ ganga. Hann dró mig á eftir sér í ól og beiđ ćvinlega rólegur ef ég ţvćldist frá honum eđa villtist. Hann tók ţví einnig međ jafnađargeđi ţegar ég rćddi viđ hann um hvađeina sem lá mér á hjarta í ţessum gönguferđum og átti ţađ stundum til ađ rjúfa einrćđu mína međ skarplegum athugasemdum. Nú er Tumi allur. Hann hefur hvílt í tvö og hálft ár undir björkum í Marteinsseli. Ég fer samt enn í Tumagöngu á hverju kvöldi. Ég skrafa enn upphátt viđ sjálfan mig og Tumi skýtur inn einu og einu orđi. Ég finn hvernig hann togar í mig í ólinni á eftir sér. Ég ţykist vita hvert viđ erum báđir ađ fara.

Höfundur

Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 326

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband